top of page
Leaves Shadow

s.Dottir
Sports Therapy

Sesselja Sigurðardóttir

128551030_101536508483354_8457504154614881884_n.jpg

Eigandi og þjálfari hjá S.Dottir Sports Therapy

Hef margra ára reynslu af endurhæfingu & styrktarþjálfun.

Ég byrjaði fyrst að þjálfa Crossfit hjá CF Sport árið 2012 samhliða Íþróttafræðinni. Eftir það fór boltinn að rúlla og ég hef verið að þjálfa síðan þá, meðal annars séð um ótal grunnnámskeið í Crossfit, haft yfirumsjón með krakka- & unglingaþjálfun í Crossfit, haldið námskeið í Ólympískum lyftingum, sérhæft mig í styrktarþjálfun vegna meiðsla og held núna námskeið sem nefnist Uppbygging & Endurkoma hjá Norður á Akureyri þar sem ég legg mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu, grunnstyrk og fræðslu.

Menntun

  • M.Sc. Sports Therapist - Lincoln University UK

  • B.Sc. Sports & Exercise Science - Reykjavík University IS

  • B.Sc. Biotechnology - Akureyri University IS

Önnur menntun og námskeið

  • Crossfit Coach - Level 1 & Level 2

  • Landsdómari í Ólympískum Lyftingum

  • Emergengy First Aid in Football - The FA Level 2 Certification

  • Therapy Live Sport Seminars

    • World Cup Special - Football Injuries​

Ég er fædd og uppalin á Akureyri, bjó í Reykjavík í nokkur ár þar sem ég byrjaði minn þjálfaraferil hjá Crossfit Sport. Eftir það hef ég búið meðal annars á Sauðárkróki þar sem ég var með nokkur námskeið hjá Crossfit 550, í Lincoln í Bretlandi þar sem ég stundaði mastersnám og æfði og keppti á fjölmörgum mótum í Crossfit (Strength in Depth & European Championship t.d.) og núna síðast á Akureyri þar sem ég hef unnið hjá CF Hamri, CF Akureyri og núna síðast hjá Norður.

Mín ástríða liggur í því að hjálpa öðrum að eiga við erfið meiðsli (bæði andlega og líkamlega) en ég hef gengið í gegnum margt á mínum ferli og veit hvað það er að geta ekki gert það sem manni langar til vegna verkja og/eða meiðsla.

  • Íslandsmeistari í Ólympískum Lyftingum (-90kg) - 2016

  • Akureyrarmeistari í kraftlyftingum - 2017

  • Þrekmótaröðin (einstaklings & liða) - 2015, 2016, 2017, 2018

  • Norwegian Championship (13th) - 2019

  • Strength In Depth Affiliate Cup - 2020

  • The European Championship - 2020

  • Crossfit Witham Invitationals (1st) - 2020

bottom of page